Tenging Húsavíkur frá Laxá, Húsavíkurlína 1, er með allra elstu raflínum í flutningskerfinu og hefur staðið til að endurnýja hana um nokkurn tíma til að bæta afhendingaröryggi á svæðinu.
Mikill uppbygging er á svæðinu, bæði með uppbyggingu á Bakka og styrkingu byggðalínunnar og því kjörið tækifæri að endurnýja líka tenginu Húsavíkur. Stendur valið um þrjá kosti; að tengja bæjarfélagið með um fjögurra km löngum 11 kV jarðstreng frá nýjum afhendingarstað Landsnets við iðnaðarsvæðið á Bakka, leggja um 15 km langan 66 kV jarðstreng frá Kópaskerslínu 1 við Höfuðreiðarmúla, eða endurnýja núverandi tengingu frá Laxá með um 27 km löngum 66 kV jarðstreng.Ef spennugæði á nýja afhendingarstaðnum í 11 kV kerfinu á Bakka verða í samræmi við reglugerðir og staðla, þannig að hægt verði að dreifa þeirri raforku til almennings, er það langáreiðanlegasta tengingin sem völ er á fyrir íbúa Húsavíkur og nágrennis. Hún er einnig þjóðhagslega hagkvæmust þeirra þriggja sem hafa verið skoðaðar.